Breytileg og föst afritun reita

Breytileg afritun

Með breytilegri afritun getur þú auðveldlega búið til talnaraðir eða sett upp formúlu fyrir röð talna. Verkefni 1 Búum til númeraröð í dálki A.
1.A1Setjið 1 inn í reit A1 og töluna 2 beint fyrir neðan í reit A2.
2.Toolbar Image Veljið báða reiti A1 og A2 og dragið litla ferninginn neðst í hægra horninu á reitunum niður að reit A10.
Ath: Þið hafið notað breytilega afritun til að gera röð af heiltölum frá 1 til 10 í reiti A1 to A10
3.A2Breytið tölunni í reit A2 í 3.
4.Toolbar Image Veljið báða reiti A1 og A2 aftur og dragið litla ferninginn neðst í hægra horninu á reitunum aftur niður að reit A10.
Verkefni 2 Notaðu breytilega afritun sem vísar í einhvern reit.
5.B1Settu stæðuna =A1/2 í reit B1
6. Toolbar Image Afritaðu stæðuna frá reit B1 niður að reit B10. Ath: Veljið einungis  B1 og dragið þá stæðu niður til að sjá hvað gerist. 
7. Toolbar Image Tvísmelltu á hvaða reit sem er í dálki  B til að sjá hvaða stæða var notuð til að reikna gildið.
8. A2Breytið tölunni í reit A2 í 5 og uppfærið tölurnar dálki B Ath Tölurnar í dálki B aðlagast breytingum.

Reynið sjálf...

Afritun með föstum reit

Ef þú ert að afrita skipun/stæðu milli reita og vilt tengja ákveðinn fastan reit þá þarf að nota dollaramerkið $ við nafnið. Til dæmis festir $C$1 bæði dálkinn (C) og reitinn (1). Verkefni 3
9.C1Sláið inn töluna 4 í reit C1 .
10.B1Breytið stæðunni í reit B1 í =A1*$C$1.
11.Toolbar Image Fjölritið skipunina/stæðuna í B1 niður að reit B10. Ath: Nú sýnir dálkur B fjórföld gildin úr talnarununni í dálki A.
12.C1Breytið tölunni í C1 í 10. Ath: Öll gildin í dálki B breytast sjálfkrafa.