Liðun vigra eftir tveimur ósamsíða vigrum
Í tvívíðu hnitakerfi þá er alltaf hægt að leysa vigur u eftir tveimur öðrum vigrum v og w ef v og w eru ekki samsíða hvor öðrum. Að leysa u upp eftir vigrunum v og w er það sama og að finna tvær tölur s og t þannig að . Þú getur fært til punktinn P til þess að stilla hvernig þú villt hafa vigurinn u. Þú getur fært punktana A og B til þess að stilla eftir hvaða vigrum þú villt leysa hann upp. Síðan notar þú rennistikuna til að reyna að hitta á réttu gildin á s og t, þannig að vigrarnir með brotalínurnar vinni saman og skili þér á réttan stað. Ef myndin hægra megin lendir á óþægilegum stað, þá getur þú hliðrar til punktinum C með því að færa hann.