1. | | Gerið rennistikur a, b og c fyrir hliðarlengdir þríhyrningsins. Notið t.d. minnsta gildi 1 og hæsta gildi 15 á hverri stiku. |
2. |  | Stillið rennistikurnar á a = 8 cm, b = 6.5 cm og c = 10 cm. |
3. |  | Finnið verkfærið Línustrik af gefinni lengd í línu-verkfærakistunni og búið til strik af lengdinni c. Strikið fær endapunktana A og B.
Ábending: Fyrsti smellur ákvarðar byrjunarpunkt línustriksins. Sláið c inn sem lengd línustriksins í reitinn sem birtist og veljið OK.
|
4. |  | Finnið verkfærið Hringur með miðju og geisla í hring-verkfærakistunni og teiknið hring e með miðju í A og geisla b.
Ábending: Fyrsti smellur ákvarðar miðju hringsins. Sláið b inn sem lengd geisla í reitinn sem
birtist og veljið OK. |
5. |  | Notum sama verkfæri aftur til að teikna hring f með miðju í B og geisla a. |
6. |  | Finnið verkfærið Skurðpunkt tveggja hluta í punkt-verkfærakistunni og búið til punktinn C sem er skurðpunktur hringanna tveggja. |
7. |  | Notið verkfærið Marghyrningur til að teikna þríhyrninginn ABC.
Ábending: Smellið aftur á upphafspunkt til að loka marghyrningnum. |
8. |  | Merkið horn þríhyrningsins inn á myndina.
Ábending: Horn teiknast út frá jákvæðum snúningi, þ.e. rangsælis, svo til að teikna horn A þarf að velja fyrst hliðina c og síðan hliðina b. |
9. |  | Finnið verkfærið Punkt á hlut í punkt-verkfærakistunni og teiknið punkt D á hring e og punkt E á hring f. |
10. |  | Notið verkfærið Línustrik úr línu-verkfærakistunni til að teikna strik g milli punkta A og D. Teiknið einnig strik h milli punkta B og E. |