Bátur yfir sundið
Í hvaða átt á að stýra bátnum?
Fjólubláa örin táknar hraða fljótsins.
Gula örin táknar hraða bátsins (ef það væri engin straumur).
Rennistikan táknar tíma.
Í upphafi reynum við að stýra bátnum beint yfir, en hvað gerist þá?
Hve lengi er báturinn yfir?
Ef vélin gefur hraða 5 metra á sekúndu, straumurinn er 4 metrar á sekúndu og fljótið er 100 metrar á breidd, hve lengi er báturinn á leiðinni yfir? Í hvaða átt þarf að stýra bátnum?