Google Classroom
GeoGebraGeoGebra Classroom

Brotabitar

Notaðu brotabitana til að svara spurningunum.

1. Settu gula brotabita á aðra af stikunum sem tákna einn heilan. Hvað þarftu marga gula brotabita til að þekja einn heilan? Hvaða brot af einum heilum táknar EINN gulur brotabiti?

2. Settu bláa brotabita á aðra af stikunum sem tákna einn heilan. Hvað þarftu marga bláa brotabita til að þekja einn heilan? Hvaða brot af einum heilum táknar EINN blár brotabiti?

Með því að smella á táknið efst í hægra horninu á leiksvæðinu geturðu tekið til á svæðinu og byrjað með hreint borð.

3. Gerið það sama og áður til að kanna fyrir hvers konar brot af einum heilum hinir brotabitarnir standa. Skoðaðu hvað EINN brotabiti þýðir fyrir hvern hinna litanna (appelsínugulan, rauðan, brúnan, fjólubláan, grænan og bleikan).

Mundu að með því að smella á táknið efst í hægra horninu á leiksvæðinu geturðu tekið til á svæðinu og byrjað með hreint borð.

4. Prófaðu að útbúa eins margar mismunandi samsetningar brotabita og þú getur sem eru þannig að samanlagt fylla brotabitarnir út í einn heilan. Skráðu samsetningarnar sem þú finnur í vinnuhefti eða á blað sem þú setur í vinnumöppu.

5. Ræddu við félaga þína. Hvað funduð þið margar mismunandi samsetningar samanlagt? Lentuð þið í vandræðum og hefðuð viljað fá fleiri tegundir brotabita? Ef svo er, hvaða tegund brotabita vantaði ykkur?

Prófaðu að setja saman brotabita sem mynda hálfan. Hvað þarftu marga bláa? brúna? rauða? græna? fjólubláa? gula? appelsínugula? bleika? Tekurðu eftir einhverju mynstri ef þú berð saman fjölda sem þarf til að mynda hálfan og fjölda sem þarf til að mynda heilan? Við segjum að brot séu jafngild ef þau eru jafnstór. Á stikunni að ofan myndi þetta þýða að sami hluti stikunnar er þakinn brotabitum (sem ekki skarast). Af sumum brotabitum þarf tvo til að þekja hálfa stiku og öðrum þarf fjóra. Tveir fjórðu og fjórir áttundu er dæmi um jafngild brot. Getur þú fundið brot sem eru jafngild ? Reyndu að finna alla vega fimm mismunandi dæmi. Útskýrðu hvernig þú fannst þetta.