Stærð og þykkt
Sama af hvaða stærð þú útbýrð líkanið/hlutinn í Geogebru, þá mun stærðin breytast við það að búa til STL skrána þannig að ~4 cm sé stærsta hliðin. Sem dæmi þá getur verið að hlutur sem smíðaður var í GeoGebru sé af stærðinni 6 x 6 x 8 en þegar flutt er út sem STL skrá verður hann 3 cm x 3cm x 4cm.
Viljir þú búa til eitthvað stærra eða minna þá þarftu að opna STL skrána í þrívíddar-prentunar hugbúnaði og breyta skalanum þar.
Athugaðu að þykkt hluta breytist líka við skölun. Sjálfgefin stilling á þykkt hluta í GeoGebru við undirbúning STL skráa er eftirfarandi:
ø 3.5 mm fyrir línustrik og fallferla;
ø 3.8 mm fyrir punkta;
~ 3.2 mm fyrir yfirborð.
Meiri upplýsingar um þetta má finna í Stillingar með þrívíddar-prentunar hugbúnaði.