Rúmmál
Hvernig vex rúmmál réttstrendinga
Í þessu verkefni ætlar þú að skoða hvernig rúmmál réttstrendings breytist ef hliðarlengdir hans eru tvöfaldaðar ... og þrefaldaðar ...
Byrjaðu á að nota rennistikurnar fyrir lengd, breidd og hæð til að búa til réttstrendinginn þinn og stilltu margföldunarstikuna á 2
Rúmmálið birtist á skjánum.
Reiknaðu svo út rúmmálið ef þú tvöfaldar hliðarlengdirnar
Ýttu svo á hnappinn: Ég er búin/n að reikna út!!!
1.
Náðir þú að gera rétt í fyrstu tilraun?
2.
Hvað þarftu að gera ef þú vilt tífalda hliðarlengdirnar?
Höfundar: Elísabet Blöndal og Sunneva Fríða Böðvarsdóttir