8-10 bók 1 - 1. kafli Hringir og hyrningar dæmi 3 bls. 6
Teikna hornrétta línu á strik gegnum miðpunt striks og finna miðpunkt striks.
Hér er strikið AB.
- Takið punktinn A og teiknið með honum hring með miðju í punktinum B.
*Geisli hringsins er 2 cm (lengd striksins AB).
- Endurtakið sama með punktinum B og þá er A miðpunktur hringsins.
- Þar sem hringirnir skerast á að marka punktana C og D.
- Dragið línu í gegnum punktana C og D.
Þarna er komin hornrétt lína á strikið AB.
Skurðpunktur línunnar og striksins AB er miðpunktur striksins.
Hægt er að æfa sig aftur með því að ýta á pílurnar efst í hægra horninu á myndinni (endursetja smíð).
Hefði verið nóg að teikna hálfhring eða e.t.v. minna en hálfhring?
Kemur fram speglun í myndinni?
Skoðaðu bæði lárétta og lóðrétta speglun.
Ef þú dregur strik á milli punktanna A, B og C kemur fram þríhyrningur.
Hvað getur þú sagt um þennan þríhyrning?
Prófið að gera svipaða með hringfara á autt blað.
Æfið ykkur að hafa geislann mislangan, þ.e. strikið AB.